Innlent

Greinir misrétti milli barna

Tímamótaskýrsla Stefán Ingi Stefánsson fer yfir skýrsluna með gestum málþings þar sem niðurstöður hennar voru ræddar.Fréttablaðið/Anton
Tímamótaskýrsla Stefán Ingi Stefánsson fer yfir skýrsluna með gestum málþings þar sem niðurstöður hennar voru ræddar.Fréttablaðið/Anton
Misskipting milli íslenskra barna er í minna lagi í samanburði við önnur OECD-lönd að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.

Þar er Ísland í næstefsta hópi ásamt Noregi, Svíþjóð og Írlandi, en í efsta hópnum eru Danmörk, Finnland, Holland og Sviss.

Skýrslan ber yfirskriftina „Börn skilin útundan" og er markmiðið með henni að varpa ljósi á misskiptingu í heilbrigði, menntun og efnislegri velferð.

Jöfnuður mælist verulegur að flestu leyti meðal íslenskra barna, en í samanburði við önnur lönd má sjá neikvæðari útkomu í sjálfsmati barna á eigin heilsu auk þess sem neysla þeirra á ávöxtum og grænmeti lækkar stöðu þeirra.

„Aðaláherslan er á að greina hvar þau börn eru sem hafa það verst," segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi, og segir skýrsluna mikilvægt greiningartæki.

Hann segir þó að þetta sé fyrsta skýrslan af þessari tegund.

„Þess vegna sjáum við ekki enn neina þróun, en þetta er mikilvægt sem fyrsta skrefið til að greina mismunun milli barna." - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×