Innlent

Illa haldin af Tourette - Bjartsýn á framtíðina

Elva Dögg kom fram í Kastljósi fyrir helgi. Þetta skjáskot er tekið úr þættinum en hægt er að sjá hann á vef RÚV, ruv.is.
Elva Dögg kom fram í Kastljósi fyrir helgi. Þetta skjáskot er tekið úr þættinum en hægt er að sjá hann á vef RÚV, ruv.is.

„Ég hef ekkert heyrt, en það er ný vika og ég vona að það gerist eitthvað," segir Elva Dögg Gunnarsdóttir vongóð um framtíðina en hún er illa haldin af Tourette-heilkennunum. Raunar er hún svo illa haldin af Touretta að læknirinn hennar hefur ekki séð annað eins.

Rætt var við Elvu Dögg í Kastljósi fyrir helgi en þar sagðist hún vilja komast í aðgerð sem er að öllu jöfnu ætluð parkinson-sjúklingum. Aðgerðin hefur hinsvegar gefið góða raun fyrir þá sem eru með Tourette og því sækist Elva eftir því að komast í aðgerðina, sem er dýr. Aðgerðin felst í því að rafskaut eru grædd í heilann sem sjúklingurinn getur svo stjórnað með nokkurskonar gangráði.

Engin lyf virka á einkenni Elvu en aðgerðin gæti tryggt henni nýtt líf. Kostnaður vegna aðgerðarinnar er gríðarlega hár en mál hennar hefur ekki komið inn á borð Sjúkratrygginga Íslands.

Elva segist hafa fengið góð viðbrögð við viðtalinu í Kastljósinu en þar sást bersýnilega hversu illa haldin hún er af Tourette-heilkenninu. Þar sagði hún að það sem hana hlakkaði mest til þess að gera, ef hún kæmist í aðgerðina, væri að fara út að hlaupa.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×