Erlent

Kyssti Elvis og gaf sig fram rúmlega 50 árum síðar

Kossinn frægi
Kossinn frægi
Búið er að bera kennsl á stúlkuna sem sést kyssa Elvis Presley baksvið í Stairwell leikhúsinu í Richmond árið 1956 en myndin af kossinum er fyrir löngu orðin þekkt. Aldrei hefur verið vitað hver stúlkan er - þar til nú.

Stúlkan á myndinni er Barbara Gray, sem nú er orðin 75 ára gömul. Hún segist hafa ákveðið að stíga fram og segja fólki sannleikann en það hafi hún ekki gert til að fá greiðslu eða athygli. „Ég vildi bara fá nafnið á fjárans myndina," sagði hún.

Ljósmyndarinn Alfred Wertheimer, sem tók myndina, hefur sagt að hann hafi aldrei spurt stúlkuna að nafni þegar hann sá þau svo innileg baksviðs. Það var svo fyrir nokkrum árum sem Barbara sendi Alfred skilaboð á Facebook þar sem stóð: „Ég er stelpan. „Kossinn" Ég er með góða sögu fyrir þig," stóð þar.

Hann gerði ekkert í málinu í fyrstu því margar konur hafa haldið því fram í gegnum tíðina að vera stelpan á myndinni. Hann hafði svo samband við tímaritið Vanity Fair, sem bar kennsl á hana, og staðfesti að stúlkan væri Barbara.

Ástarævintýri þeirra stóð þó stutt yfir. Hún hitti hann á hótelinu sínu stuttu fyrir tónleikana og fékk að fylgja honum á tónleikana. Hún kyssti hann svo baksviðs áður en hann fór á svið, eins og sést glögglega á myndinni.

Daginn eftir sat hún hliðina á honum í lest á lestarstöð í bænum. Rödd í hátalakerfinu tjáði Elvis að lestin væri að fara og þá á Barbara að hafa sagt við hann: „Ég ætla að gera það sama."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×