Erlent

Vilja flýta réttarhöldum yfir Mladic

Saksókn óttast að Mladic hafi ekki heilsu í mjög löng réttarhöld.
Saksókn óttast að Mladic hafi ekki heilsu í mjög löng réttarhöld. Mynd/AFP
Saksóknarar við stríðsglæpadómstólinn í Haag vilja flýta réttarhöldunum yfir Serbneska hershöfðingjanum Ratko Mladic. Ástæðan ku vera sú að þeir óttast um heilsu Mladic og að hann hrökkvi uppaf meðan á réttarhöldunum stendur.

Mladic er ákærður fyrir stórbrotna stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Saksóknarar vilja rétta fyrst yfir honum vegna fjöldamorðanna í Srebrenica árið 1995, afgreiða það mál sem fyrst og taka síðar fyrir aðra glæpi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×