Erlent

Danir orðnir að þjóð af pilluætum

Nærri hálf milljón Dana tekur nú lyf gegn þunglyndi og hefur fjöldi þeirra tvöfaldast frá árinu 1999.

Fjallað er um málið í Jyllands Posten undir fyrirsögninni: Danir eru orðnir að þjóð af pilluætum. Fyrir utan að tólfti hver Dani er á þunglyndislyfjum hefur notkun lyfja gegn ADHA það er athyglisbrest og ofvirkni einnig aukist gífurlega á undanförnum árum.

Nú eru ríflega 31 þúsund Danir sem taka inn lyf gegn ADHD eða um tuttugu falt fleiri en fyrir 12 árum síðan. Stór hluti þessa hóps eru unglingar undir 19 ára aldri.

Svend Brinkmann prófessor í sálfræði við háskólann í Álaborg segir að fyrir 20 til 30 árum hafi margir hafnað því að fara í greiningu á andlegum sjúkdómum en nú keppist fólk við að fara í slíka greiningu. Reynist hún jákvæð fái fólk ýmis sérréttindi ásamt aðgangi að efnahagslegum stuðningi.

Bertel Haarder heilbrigðisráðherra Danmerkur segir að þessi lyfjanotkun landsmanna sinna sé komin út úr öllu korti.  Nú sé heilbrigð persóna bara heilbrigð þar til hún hefur fengið greiningu á andlegum kvillum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×