Erlent

Ringulreið í Teheran

Frá miðborg Teheran í dag.
Frá miðborg Teheran í dag. Mynd/AP
Íranskir lögreglumenn beittu táragasi gegn mótmælendum í höfuðborg Teheran í dag en þar höfðu þúsundir manna komið saman þrátt fyrir bann yfirvalda. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins var meðal þeirra sem urðu yfir táragasinu. Hann segir ringulreið einkenna ástandið í miðborginni þessa stundina.

Fjölmargir mótmælendur hafa verið handteknir í miðborg Teheran. Þá hafa forystumenn stjórnarandstöðunnar verið settir í stofufangelsi, Í hópi þeirra eru Mehdi Karroubi og Mir Hossein Mousavi, en hann bauð sig fram í umdeildum forsetakosningum í júní 2009.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×