Erlent

Mannfall í sprengingum í Nígeríu

Goodluck Jonathan, forseti Nígeríu.
Goodluck Jonathan, forseti Nígeríu. Mynd/ap
Þrír létust og átta særðust í sprengingum í Maiduguri í norð-austur Nígeríu í gærkvöldi. Tvær sprengjur sprungu á hóteli og ein á umferðarmiðstöð, en hinir særðu hafa verið fluttir á spítala í nágrenninu.

Mikils óróa hefur verið vart í landinu í kjölfar forsetakosninganna þann 16. apríl síðastliðinn þar sem sitjandi forseti, Goodluck Jonathan, var endurkjörinn en hundruð eru talin hafa tapað lífi sínu og tugir þúsunda hafa flúið heimili sín.

Óljóst er hvort sprengingarnar í Maiduguri séu tengdar kosningaóróanum en svipaðar árásir hafa verið eignaðar söfnuði íslamista, Boko Haram, sem hefur barist við öryggissveitir í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×