Innlent

112 dagurinn í dag

Mynd frá 112 útkalli í Heiðmörk þar sem björgunarsveitarmenn björguðu konu úr sprungu
Mynd frá 112 útkalli í Heiðmörk þar sem björgunarsveitarmenn björguðu konu úr sprungu Mynd: Vilhelm Gunnarsson
112-dagurinn er haldinn á Íslandi og í fjölmörgum öðrum löndum Evrópu í dag.

Markmiðið með 112-deginum er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi.

Markmið dagsins er ennfremur að efla samstöðu og samkennd þeirra sem starfa að forvörnum, björgun og almannavörnum og undirstrika mikilvægi samstarfs þeirra og samhæfingar.

Samstarfsaðilar 112-dagsins eru 112, Barnaverndarstofa, Isavia, Landhelgisgæslan, landlæknisembættið, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Mannvirkjastofnun, Rauði kross Íslands, ríkislögreglustjórinn, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×