Erlent

Þrír létust í óeirðum í Birmingham

MYND/AP
Óeirðirnar á Englandi héldu áfram í mörgum borgum í nótt. Gríðarlegur fjöldi lögreglumanna í London hafði hins vegar fremur lítið að gera miðað við síðustu nætur. Þrír létust í Birmingham.

Sú ákvörðun breskra yfirvalda að setja 16 þúsund lögreglumenn á vakt í nótt í London virðist hafa haft einhver áhrif þar sem ólætin sem geisað hafa í borginni frá því á laugardag voru með minnsta móti. Þó kom til átaka í nokkrum hverfum borgarinnar.

En í borgum á borð við Manchester, Salford, Liverpool, Nottingham og Birmingham var aðra sögu að segja og þar réðust óeirðarseggir inn í verslanir og kveiktu í byggingum. Þrír menn létust í Birmingham þegar bifreið var ekið á þá á ofsahraða og segja aðstandendur mannanna að óeirðaseggir séu ábyrgir fyrir drápunum.

Fullyrt er að mennirnir hafi verið að verja verslanir sínar þegar ekið var viljandi á þá.  108 voru handteknir í Manchester og tæplega hundrað annarsstaðar í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×