Innlent

Passið ykkur á hreindýrunum

Karen D. Kjartansdóttir skrifar
Það er töluvert um hreindýr á Austurlandi. Mynd/ Vilhelm.
Það er töluvert um hreindýr á Austurlandi. Mynd/ Vilhelm.
Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vilja vara vegfarendur sem leið eiga um Austurland við mikilli umferð hreindýra, sérstaklega á Fagradal. Hætta á árekstrum við hreindýr er mest í skammdeginu og þegar hálka og skafrenningur gera aðstæður erfiðar.

Greiðfært er víðast á Suður-, Suðaustur og Vesturlandi, þó þoka sé á Hellisheiði. Á Vestfjörðum eru einstaka hálkublettir. Þoka er á Hálfdán, Kleifaheiði og á Klettshálsi. Á Norðurlandi og Austurlandi er eitthvað um hálkubletti á útvegum og hálka er á Breiðdalsheiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×