Innlent

Súlubyggðin í Eldey vekur athygli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eldey er við Reykjanes
Eldey er við Reykjanes
Súlubyggðin í Eldey er nú sýnileg öllum sem vilja fylgjast með henni á Netinu. Myndavélum hefur verið komið fyrir í eynni og því er hægt að fylgjast með fuglunum dag og nótt.

Eldey er um 77 metra hár klettadrangur um 15 kílómetrum suðvestan við Reykjanes. Alfræðivefurinn Wikipedia segir að þar sé ein af stærri súlubyggðum heims, með um 14.000 - 18.000 súlupör sem verpa þar á hverju ári.

Síðustu geirfuglarnir á Íslandi voru drepnir í Eldey árið 1844.

Smelltu hér til að skoða súlubyggðina á vefnum eldey.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×