Innlent

Steinunn Helgadóttir hlaut Ljóðstafinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri afhenti Steinunni Helgadóttur verðlaunin.
Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri afhenti Steinunni Helgadóttur verðlaunin.
Steinunn Helgadóttir, myndlistarmaður og ljóðskáld, hlaut í gærkvöld Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt Kaf í árlegri ljóðasamkeppni lista- og menningarráðs Kópavogs. Steinunn er tíundi handhafi verðlaunanna en tilgangur samkeppninnar er að efla og vekja áhuga á íslenskri ljóðlist.

Verðlaunaafhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, en fæðingardagur Jóns úr Vör var í gær. Á sama tíma var kynnt ljóðakver, gefið út af lista- og menningarráði, sem hefur að geyma ljóð allra handhafa Ljóðstafsins frá upphafi.

Alls bárust 342 ljóð í samkeppnina undir dulnefni og vissi dómnefnd því ekki hver var höfundur fyrr en sigurljóðið hafði verið valið. Steinunn hlaut peningaverðlaun og Ljóðstaf Jóns úr Vör, áletraðan með nafni sínu, til varðveislu í eitt ár. Auk þess hlaut hún eignargrip sem Sigmar Maríusson gullsmiður hannaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×