Innlent

Missti meðvitund þegar band hertist um hálsinn

Steve Lorenz, fastráðinn dansari hjá Íslenska dansflokknum.
Steve Lorenz, fastráðinn dansari hjá Íslenska dansflokknum.

Dansarinn sem slasaðist við æfingar hjá Íslenska dansflokknum í gær heitir Steve Lorenz. Hann er þýskur ríkisborgari en hefur verið búsettur hér á landi ásamt sambýliskonu sinni sem einnig er dansari við flokkinn.

„Íslenski dansflokkurinn æfir nú þrjú verk vegna fyrirhugaðrar sýningar á „Sinnum 3" sem áætlað er að frumsýna í mars," segir í tilkynningu frá flokknum.

„Slysið atvikaðist með þeim hætti að við spunaæfingu, á sirkustengdu dansverki, var Steve að nota band sem fyrir slysni hertist að hálsi hans. Í kjölfarið missti hann meðvitund og þurfti öndunaraðstoð í framhaldi. Steve var fluttur á Landsspítala háskólasjúkrahús þar sem hann honum er haldið sofandi á gjörgæsludeild. Líðan Steve er stöðug og er hugur starfsmanna Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins hjá honum og aðstandendum hans," segir í tilkynningunni.

„Ekki er fyrirhugað að fresta fleiri sýningum á Ofviðrinu sem er samstarfsverkefni Borgarleikússins og Íslenska dansflokksins, þar sem nýr dansari mun tímabundið leysa Steve af," segir ennfremur.








Tengdar fréttir

Í öndunarvél eftir slys á æfingu

Karlmaður slasaðist alvarlega á æfingu Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu í gær. Honum er núna haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×