Erlent

Sprengja í IKEA - Tékklandi

IKEA búðum í Tékklandi var lokað í dag.
IKEA búðum í Tékklandi var lokað í dag. Mynd/AFP
Lögreglan í Tékklandi fann í dag sprengju í IKEA verslun í Prag nú fyrr í dag. Sprengjan var gerð óvirk áður en hún sprakk. Eðli máls samkvæmt meiddist því enginn.

Lögreglan lokaði í kjölfarið öllum IKEA búðum borgarinnar og athugaði þær. Þetta er ekki fyrsta árás þessa árs á IKEA búðir, en í maí fyrr á þessu ári sprungu litlar sprengjur í IKEA búðum í Frakklandi, Hollandi og Belgíu. Engan sakaði í þeim árásum.

Ekki er vitað hvar nákvæmlega sprengjan fannst. Lögreglan í Tékklandi gaf ekkert upp um málið. Hins vegar greinir tékkneska fréttaveitan www.ihned.cz frá því að sprengjan hafi fundist í ruslafötu utan við verslunina.

Lögreglan í Tékklandi gerði ráð fyrir því að IKEA verslanir landsins opnuðu aftur síðar í dag eða á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×