Erlent

50 cent heimsótti krakka sem voru í Útey

50 cent
50 cent
Rapparinn 50 Cent hitti í gær nokkur ungmenni sem lifðu af skotárásina í Útey í júlí síðastliðnum. Ungmennin eru, sem kunnugt er, enn að jafna sig eftir voðaverkin.

Rapparinn var kominn til Noregs til að halda tónleika en áður en hann steig á svið ásamt hljómsveit sinni, hitti hann liðsmenn úr ungliðahreyfingu Sósíaldemókrata í bænum Rogaland ásamt formanni hreyfingarinnar Eskil Pedersen.

Stórstjarnan sagði við ungmennin að fundur þeirra væri engin lausn á þeim vanda sem þau ættu nú við að etja, en ef hann gæti glatt þau með nærveru sinni væri það hið besta mál. Hann sagði við fjölmiðla að hann vonaðist til, að með fundinum gæti hann orðið öðrum listamönnum til fyrirmyndar og látið gott af sér leiða.

Eskil Pedersen, formaður ungliðanna, sem var á meðal þeirra sem lifðu skotárrásina af í Útey, sagði í samtali við norska fjölmiðla að hann kynni að meta það, að 50 Cent gæfi sér tíma til að hitta krakkana. Það væri hollt fyrir þá að hittast og hugsa um eitthvað annað en hina skelfilegu atburði í Útey.

Hægt að sjá myndband frá heimsókninni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×