Erlent

Líklegri til að fá krabbamein

Tvíburaturnarnir
Tvíburaturnarnir
Slökkviliðsmenn sem tóku þátt í björgunaraðgerðum í New York þann 11. september árið 2001, eru nítján prósent líklegri til að þróa með sér krabbamein nú tíu árum eftir hryðjuverkaárásina.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birt var í tímaritinu The Lancet.

Yfir tíu þúsund slökkviliðsmenn voru rannsakaðir yfir sjö ára tímabil. Rannsakendur telja að ástæðan fyrir þessum miklu líkum, sé sú að mikil eiturefni voru í loftinu þennan dag. En það sé þó of snemmt að fullyrða um það, að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×