Erlent

Skallinn úr sögunni?

mynd úr safni
Þeir sem eru byrjaðir að fá há kollvik ættu ekki að örvænta því samkvæmt nýrri rannsókn er búið að finna lausnina við hármissi.

Vísindamenn við Yale-háskólann í Bandaríkjunum telja sig vera búna að finna lausnina við hármissi - sem hefur plagað margan manninn í gegnum tíðina. Þeir segjast hafa fundið út hvaða fitufrumur það eru sem valda því að óvirkar hárfrumur lifna aftur við.

Þegar hárfrumur deyja skreppur fitulagið í hársverðinum saman en stofnfrumurnar lifa áfram. Lausn vísindamannanna felst í því að hægt verði að lífga stofnfrumurnar við með því að sprauta fitufrumunum inn í þær.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Cell. Prófessor í líffræði við Kaupmannahafnarháskóla segist vera mjög spenntur yfir niðurstöðunum en varar þó við því að lausnin sé fundin - þetta sé einungis á rannsóknarstigi.

Aðferðin hefur þegar verið prófuð á músum með góðum árangri. En hvort að það skipti máli í þessu tilviki, að vera maður eða mús, verður að koma í ljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×