Sport

Ekkert óvænt hjá körlunum á Wimbledon

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nadal sýnir flott tilþrif í leik sínum á Wimbledon
Nadal sýnir flott tilþrif í leik sínum á Wimbledon Mynd/Nordic Photos/Getty
Stærstu stjörnurnar áttu ekki í teljandi erfiðleikum með andstæðinga sína í 1. umferð Wimbledon mótsins í tennis sem lauk gær.

Tennisspekingar telja fjóra spilara eiga góða möguleika á að landa titlinum eftirsótta. Þeir eru Spánverjinn Rafael Nadal, Svisslendingurinn Roger Federer, Serbinn Novak Djokovic og Skotinn Andy Murray.

Nadal, sem á titil að verja, lagði Michael Russell 6-4, 6-2 og 6-2. Hann mætir Ryan Sweeting frá Bandaríkjunum í 2. umferð í dag.

Federer lagði Mikhail Kukushkin frá Kasakstan í þremur settum 7-6, 6-4 og 6-2. Hann mætir Adrian Mannarino frá Frakklandi í 2. umferð á morgun.

Djokovic lagði Frakkann Jeremy Chardy einnig í þremur settum 6-4, 6-1 og 6-1. Enn er óljóst hver verður mótherji Serbans í 2. umferð á fimmtudaginn.

Murray lenti í smá ströggli í upphafi gegn Spánverjanum Daniel Gimeno-Traver en hafði sigur í fjórum settum 4-6, 6-3, 6-0 og 6-0. Murray, sem Bretar vænta mikils af, mætir Tobias Kamke frá Þýskalandi í 2. umferð í dag.

Ekkert óvænt hjá körlunum á Wimbledon

Stærstu stjörnurnar áttu ekki í teljandi erfiðleikum með andstæðinga sína í 1. umferð

Wimbledon mótsins sem lauk í gær.

Tennisspekingar telja fjóra eiga góða möguleika á að landa titlinum eftirsótta. Þeir

eru Spánverjinn Rafael Nadal, Svisslendingurinn Roger Federer, Serbinn Novak Djokovic

og Skotinn Andy Murray.

Nadal, sem á titil að verja, lagði Michael Russell 6-4, 6-2 og 6-2. Hann mætir Ryan

Sweeting frá Bandaríkjunum í 2. umferð í dag.

Federer lagði Mikhail Kukushkin frá Kasakstan í þremur settum 7-6, 6-4 og 6-2. Hann

mætir Adrian Mannarino frá Frakklandi í 2. umferð á morgun.

Djokovic lagði Frakkann Jeremy Chardy einnig í þremur settum 6-4, 6-1 og 6-1. Enn er

óljóst hver verður mótherji Serbans í 2. umferð á fimmtudaginn.

Murray lenti í smá ströggli í upphafi gegn Spánverjanum Daniel Gimeno-Traver en hafði

sigur í fjórum settum 4-6, 6-3, 6-0 og 6-0. Murray, sem Bretar vænta mikils af, mætir

Tobias Kamke frá Þýskalandi í 2. umferð í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×