Innlent

Kemur íslenskri matarmenningu á kortið

Matreiðslumeistarar á kynningarfundi WACS á Hótel Borg. Frá vinstri: Hákon Már Örvarsson, Helgi Einarsson, John Clancy, Gissur Guðmundsson, Hilmar B. Jónsson og Hafliði Halldórsson.mynd/jón svavarsson
Matreiðslumeistarar á kynningarfundi WACS á Hótel Borg. Frá vinstri: Hákon Már Örvarsson, Helgi Einarsson, John Clancy, Gissur Guðmundsson, Hilmar B. Jónsson og Hafliði Halldórsson.mynd/jón svavarsson
Skorað hefur verið á Íslendinga að bjóða sig fram á ný til stjórnarsetu í Heimssamtökum matreiðslumanna, eða WACS, fyrir kjörtímabilið 2012 til 2016. Þeir Gissur Guðmundsson, Hilmar B. Jónsson og Helgi Einarsson sitja í núverandi stjórn en um tíu milljónir matreiðslumanna í 100 löndum eru meðlimir í WACS.

Kynning á íslenskum mat og matarmenningu hefur eflst víða um heim eftir að Íslendingarnir tóku sæti í stjórn samtakanna, að sögn John Clancy, formanns menntanefndar WACS. Þetta sagði hann í ávarpi á kynningarfundi á Hótel Borg, sem WACS hélt fyrir íslensk stjórnvöld og fyrirtæki í vikunni. Clancy sagði samtökin hafa styrkst undir stjórn Íslendinganna, þeir hefðu með dugnaði og þekkingu eflt ímynd samtakanna með áherslu á umverfismál og sjálfbæra og næringarríka matvælaframleiðslu.

Öflugan fjárstuðning íslenskra fyrirtækja og stofnana þarf til að framboð sé raunhæft að sögn Gissurar Guðmundssonar. Það geti þó skilað sér margfalt til baka.

„Með þátttöku í stjórninni opnast möguleikar á að kynna Ísland, íslenska matarmenningu og framleiðsluvörur og koma þeim á framfæri á erlendum mörkuðum.“- rat




Fleiri fréttir

Sjá meira


×