Erlent

Aldrei fleiri sjálfsmorð í bandaríska hernum

Bandaríski herinn hefur reynt að sporna við hárri sjálfsmorðstíðni undanfarin ár.
Bandaríski herinn hefur reynt að sporna við hárri sjálfsmorðstíðni undanfarin ár. Mynd/ap
Þrjátíu og tveir bandarískir hermenn tóku sitt eigið líf í júlímánuði á þessu ári, en aldrei hafa fleiri sjálfsmorð orðið í einum mánuði frá því herinn hóf var að birta sjálfsmorðstölur mánaðarlega árið 2009.

Herinn hefur lagt áherslu á það undanfarin ár að draga úr sjálfsmorðum og eru þessar tölur því engin gleðitíðindi, en talsmenn hersins sögðu þó að taka ætti tölunni með fyrirvara þar sem enn væri verið að rannsaka mál flestra hermannanna til þess að staðfesta dánarorsökina.

Af þeim sem sviptu sig lífi í síðasta mánuði voru 22 starfandi hermenn og tíu í varaliði hersins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×