Erlent

Vondur samverji handtekinn

Óli Tynes skrifar
Ashraf Hazik á sjúkrahúsi.
Ashraf Hazik á sjúkrahúsi.
Búið er að handtaka einn mannanna sem rændu ungan Malasíumann þar sem hann lá meðvitundarlítill í götunni eftir árás óeirðaseggja í Lundúnum á dögunum. Menn sem þóttust vera að hjálpa Ashraf Haziq á fætur opnuðu bakpoka hans og stálu því sem í honum var. Meðal annars síma hans og veski.

 

Ashraf sem kjálkabrotnaði í árásinni ber þó engan kala í brjósti. Hann er tuttugu ára gamall og kom til Bretlands fyrir mánuði til að ganga í skóla. Hann kvaðst vorkenna þeim sem rændu sig en þakkaði þeim sem höfðu hjálpað honum. Tvær ungar stúlkur og kona sem bjuggu í nágrenninu tóku hann að sér þartil lögreglan kom á vettvang. Þá hafa margir boðist til að bæta honum tjónið sem hann varð fyrir.

 

Sá sem var handtekinn vegna þjófnaðarins er jafnaldri Ashrafs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×