Erlent

Börn fórust í flóðum

Flóð í Nígeríu
Flóð í Nígeríu mynd/AFp
Að minnsta kosti hundrað og tvær hafa látist í flóðum sem hafa gengið yfir Ibadan, í suðvestur Nígeríu. Þrjár brýr í nágrenni við bæinn skemmdust á föstudaginn í síðustu viku þegar það byrjaði að rigna af krafti og kaffærðust margar byggingar. Rauði krosinn í landinu segir að flestir hinn látnu séu börn. Flóð eru algeng í Nígeríu á þessum árstíma en nú gengur rigingatímabilið yfir. Sérfræðingar segja að það hafi rignt óvenjumikið í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×