Viðskipti erlent

Danske Bank sækir 420 milljarða í hlutafjárútboði

Danske Bank ætlar að sækja sér 20 milljarða danskra kr. eða ríflega 420 milljarða kr. í nýju hlutafjárútboði á fyrri helming þessa árs. Þetta kom fram á kynningu á ársuppgjöri bankans fyrir síðasta ár.

Hagnaður Danske Bank í fyrra nam 3,7 milljörðum danskra kr. eða um 78 milljarða kr. eftir skatt. Þetta er mun betri afkoma en væntingar voru um í upphafi ársins.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að verulega hafi dregið úr afskriftaþörf bankans miðað við árið 2009 þegar 26 milljarðar danskra kr. voru afskrifaðar. Í fyrra lækkaði þessi upphæð um helming.

Af þeim tæpu 13 milljörðum danskra kr. sem afskrifaðar voru í fyrra voru 5 milljarðar danskra kr. vegna útlána á Írlandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×