Erlent

Gaddafí enn í Líbíu - ætlar að berjast til sigurs

Múammar Gaddafí, fyrrverandi einræðisherra í Líbíu, vísar því á bug að hann sé flúinn úr landi til nágrannalandsins Níger. Viðtal við hann birtist á sýrlenskri sjónvarpsstöð í gærkvöldi en ekkert hefur heyrst frá honum síðustu vikur. Gaddafí sagði að allt tal um að hann ætli að flýja land væru lygar og sálfræðihernaður.

Hann og hans menn myndu berjast af krafti við NATO og uppreisnarmenn, og hafa fullan sigur að lokum. Sögur þess efnis að Gaddafí ætli sér yfir til Níger hafa orðið háværari síðustu daga en þangað hafa nokkrir háttsettir menn úr innsta hring hans þegar flúið.

Stjórnvöld þar í landi segjast ekki hafa ákveðið hvernig brugðist verði við komi einræðisherrann til landsins, en alþjóðaglæpadómstóllinn hefur lýst eftir Gaddafí og syni hans. Þá hafa uppreisnarmenn í Líbíu hvatt ráðamenn í Níger til þess að hleypa Gaddafí ekki inn í landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×