Erlent

Upptökur af hryðjuverkunum opinberaðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tvíburaturnarnir hrundu þegar tveimur þotum var flogið á þá. Mynd/ AFP.
Tvíburaturnarnir hrundu þegar tveimur þotum var flogið á þá. Mynd/ AFP.
Hljóðpupptökur úr flugvélunum sem rænt var þann 11. september 2001 voru birtar opinberlega í dag. Þær sýna glögglega hversu mikil ringulreið ríkti þegar flugvélunum fjórum var rænt.

Á upptökunum má meðal annars heyra þegar flugþjónn biður um hjálp og umræður um fyrirskipanir frá Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um að skjóta niður borgaralegar flugvélar.

Þá má heyra hótanir frá Mohammed Atta, einum flugræningjanna. Sérstök nefnd sem skoðaði atburðina þann 11. september átti að skoða upptökurnar en þær voru ekki tiltækar þegar nefndin lauk við skýrslu sína árið 2004. Margt af því sem fram kemur á upptökunum hafði þegar verið birt á textaformi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×