Erlent

Framvegis þarf að spyrja þingið

Stjórnlagadómstóll Þýskalands
Setti björgunarpakka evrusvæðisins ekki í uppnám.
Stjórnlagadómstóll Þýskalands Setti björgunarpakka evrusvæðisins ekki í uppnám. fréttablaðið/AP
Stjórnlagadómstóll Þýskalands komst í gær að þeirri niðurstöðu að þátttaka Þýskalands í björgunaraðgerðum til hjálpar skuldugustu ríkjum evrusvæðisins bryti ekki í bága við þýsku stjórnarskrána.

Hins vegar krefst hann þess að þingið verði framvegis haft með í ráðum þegar stjórnvöld ákveða að leggja fé frá skattborgurum í aðgerðir af þessu tagi. Þetta getur orðið til þess að hægja á allri ákvarðanatöku þegar vandi steðjar að á evrusvæðinu. Mörkuðum létti hins vegar mjög þegar ljóst varð að dómstóllinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að björgunaraðgerðirnar sem búið var að ákveða stæðust stjórnarskrárákvæði. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×