Erlent

Vilja sameiginlega efnahagslega stjórn

Angela Merkel og Nicolas Sarkozy kynntu tillögur sínar í París í dag.
Angela Merkel og Nicolas Sarkozy kynntu tillögur sínar í París í dag. Mynd/AFP
Leiðtogar Frakklands og Þýskalands, þau Angela Merkel og Nicolas Sarkozy, lögðu það til í dag að allar þær sautján þjóðir sem notast við Evruna skyldu taka upp samræmdar fjárhagsáætlanir í stjórnarskrám sínum. Þá vilja þau sameiginlega stjórn yfir Evrusvæðinu.

Sarkozy sagði að þau Merkel vildu sjá „sönn evrópsk efnahagsleg stjórnvöld" sem samanstæðu af leiðtogum evrulandanna og stjórnvöldum þeirra. Þessi nýja samsetta stjórn kæmi til með að hittast tvisvar sinnum á ári og yrði hún leidd af forseta Evrópusambandsins, Herman Van Rompuy.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×