Íslenski boltinn

Lennon: Hélt ég væri að spila á HM

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skotinn Steven Lennon var hetja Framara í kvöld í hans fyrsta leik fyrir félagið. Lennon skoraði eina mark leiksins í 1-0 útisigri á Víkingum sem um leið var fyrsti sigur Framara í sumar.

„Þetta er fyrsti leikurinn minn síðan í apríl. Frábært að komast á blað. Þetta er fyrsti sigur Fram og vonandi er þetta byrjunin á góðu gengi. Vonandi getum við unnið fleiri leiki á næstum vikum,“ sagði Lennon.

Lennon spilaði sem fremsti maður og líkaði það ágætlega.

„Þess vegna var ég fenginn hingað. Venjulega spila ég fyrir aftan Framara en ef þeir vilja nota mig upp á topp er ég til í það. Vonandi næ ég að skora fleiri mörk og hjálpa liðinu í deildinni.“

Lennon fékk kjörið tækifæri til þess að bæta við marki í síðari hálfleik. Komst einn gegn Magnúsi í marki Víkinga en misheppnuð vippa hans hafnaði í fangi Magnúsar.

„Já, ég hélt ég væri að spila á HM og reyndi að vippa yfir hann. Nei, þetta er fyrsti leikurinn minn síðan í apríl og ég er aðeins ryðgaður. Með fleiri leikum lagast það og vonandi get ég skorað fleiri mörk,“ sagði Lennon.

Með opið mark fyrir framan sig var Lennon í miklu kapphlaupi við Mark Rutgers um að koma boltanum yfir línuna.

„Já, munaði mjóu. Boltinn flaug yfir höfuðið á markverðinum. Svo ýtti varnarmaðurinn við mér og ég klúðraði næstum færinu,“ sagði Lennon hress.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×