Erlent

Vinstri flokkar yfir í könnunum

Skoðanakannanir gefa til kynna að Helle Thorning-Schmidt verði næsti forsætisráðherra.
Skoðanakannanir gefa til kynna að Helle Thorning-Schmidt verði næsti forsætisráðherra. NordicPhotos/AFP
Stjórnarandstöðuflokkarnir á danska þinginu halda forskoti sínu í skoðanakönnunum. Nýjustu tölur sýna að vinstri flokkarnir hafa tæplega 54 prósenta fylgi, sem myndi skila þeim 95 þingsætum, gegn 45,8 prósentum og 80 þingsætum hjá hægriflokkunum sem hafa stýrt landinu í tíu ár.

Kosið verður í haust og hafa flestar kannanir gefið til kynna að „Rauða blokkin“ muni sigra og Helle Thorning-Schmidt, formaður sósíaldemókrata, muni leiða næstu ríkisstjórn.

- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×