Erlent

Fyrsta gleðigangan í Nepal

Samkynhneigðir leggja undir sig kúahátíðina.
Samkynhneigðir leggja undir sig kúahátíðina. nordicphotos/AFP
Fyrsta gleðiganga samkynhneigðra í Nepal var haldin um helgina í tengslum við hina fornu kúahátíð Gai jatra. Sú hátíð var upphaflega haldin til að minnast látinna ættingja en hefur á seinni árum snúist upp í almenna gleðihátíð, þar sem fólk klæðir sig gjarnan í alls kyns afkáralega búninga og hefur frávik mannlífsins í hávegum.

Meðal annars er hefð fyrir því að karlar og drengir klæði sig í kvenföt og konur í karlaföt og þótti samkynhneigðum í Nepal því tilvalið að tengja þessa hátíð gleðigöngu sinni, minna á tilvist sína og krefjast mannréttinda.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×