Erlent

Shell berst við leka olíuleiðslu

Rúmir 200 þúsund lítrar af olíu hafa flætt út í Norðursjó síðustu daga.
Rúmir 200 þúsund lítrar af olíu hafa flætt út í Norðursjó síðustu daga. Fréttablaðið/AP
Starfsmenn olíurisans Shell berjast nú við að komast fyrir leka úr lögn frá einum borpalli fyrirtækisins út af ströndum Skotlands.

Þegar í gær var lekinn orðinn sá mesti í áratug í Norðursjó, þar sem um 1.300 tunnur af olíu höfðu farið í hafið. Það jafngildir um 200 þúsund lítrum og í gær þakti olíuflekkur um 26 ferkílómetra af yfirborði sjávar.

Erfiðlega gekk að finna lekann sökumaðstæðna á hafsbotni, en talsmenn Shell sögðust hafa stjórn á aðstæðum og reiknuðu ekki með því að olía kæmist að ströndum Bretlands.

- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×