Erlent

Skemmdarvörgum verður ekki sýnd nein miskunn

David Cameron forsætisráðherra Bretlands
David Cameron forsætisráðherra Bretlands
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að óeirðarseggjum og skemmdarvörgum verði ekki sýnd nein miskunn, en hann telur að óeirðirnar í Lundúnum muni setja mark sitt á sögu Bretlands.

Tveir menn, sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða þriggja í óeirðunum, verða leiddir fyrir dómara síðar í dag. Cameron segir að menn hafi gefið alls kyns skýringar á því sem gerðist, en það sé einfaldlega glæpsamlegt.  Einungis fámennur hópur sé reiðubúinn til þess að brjóta af sér en um 100 þúsund fjölskyldur í Bretlandi standi afar illa fjárhagslega og félagslega. Þessar fjölskyldur kosti þjóðfélagið hundruð milljóna punda.

Cameron segir í samtali við Sunday Telegraph í dag að þessar fjölskyldur þurfi á hjálp að halda og það verði reynt að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×