Enski boltinn

Essien, hvað ertu að gera við Eið Smára?

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Það gengur ýmislegt á í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar og Eiður Smári Guðjohnsen lét svo sannarlega vita af sér í leik Fulham og Chelsea í kvöld. Eiður stimplaði sig inn með öflugri tveggja fóta tæklingu skömmu eftir að hann kom inná sem varamaður í liði Fulham.

Michael Essien, landsliðsmaður frá Gana, lét íslenska landsliðsmanninn finna fyrir því á lokakafla leiksins sem endaði með markalausu jafntefli. Myndirnar segja allt sem segja þarf.

Essien og Eiður Smári í hörkurimmu
Eiður Smári Guðjohnsen kom inná sem varamaður á 82. mínútu og hann var greinilega staðráðinn í því að sýna hvað í honum býr.

Eiður Smári lét strax finna fyrir sér með hörkutæklingu sem minnti um margt á tilþrif knattspyrnustjórans Mark Hughes á árum áður. Florent Malouda fékk að kenna á því og var Eiður reyndar heppinn að fá ekki gult spjald fyrir þessi tiþrif.

Eiður sýndi svipaða takta örskömmu síðar og hann hefur eflaust vakið athygli knattspyrnustjórans Hughes á þessum stutta tíma sem hann fékk að spreyta sig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×