Innlent

Hugsanlega farið fram á gæsluvarðhald

Ólafur Þór Haukssonar sérstakur saksóknari segir í samtali við fréttamann Vísis að hugsanlega verði farið fram á gæsluvarðhald yfir sjö manns sem hafa verið í yfirheyrslum hjá embættinu í allan dag. Búist er við að yfirheyrslurnar standi fram á kvöld.

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður er viðstaddur yfirheyrslunar en hann hefur sinnt málefnum Sigurjóns Þ. Árnasonar. Vísir.is sagði frá því fyrr í dag að Sigurjón væri einn þeirra sjö sem væru í yfirheyrslum vegna starfsemi Landsbankans fyrir hrun. Á meðal þess sem verið er að rannsaka er stórfelld markaðsmisnotkun.

Fréttavefur Morgunblaðsins fullyrðir að Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður fyrirtækjasviðs Landsbankans, sem varð bankastjóri eftir þjóðnýtingu hans, séu einnig í yfirheyrslum.

Nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Sigurjón Árnason á meðal hinna yfirheyrðu

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er einn þeirra sem hefur verið í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í dag. Eins og fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis greindi frá í dag hafa sjö menn verið í yfirheyrslum vegna starfsemi Landsbankans fyrir hrun. Á meðal þess sem verið er að rannsaka er stórfelld markaðsmisnotkun.

Sjö færðir í skýrslutöku - grunur um stórfellt auðgunarbrot

Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á kaupum Landsbanka Íslands á hlutbréfum útgefnum af bankanum og lánveitingum bankans til hlutabréfakaupa fóru fram húsleitir á þremur stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá Sérstökum saksóknara. Þar kemur fram, eins og Vísir greindi frá, að sjö manns voru á sama tíma færðir til skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×