Innlent

Verja 150 milljónum í átaksverkefni

Jón Gnarr, borgarstjóri.
Jón Gnarr, borgarstjóri.
Reykjavíkurborg mun verja 150 milljónum til ýmissa átaksverkefna verði tillaga sem Jón Gnarr, borgarstjóri, lagði fram á fundi borgarráðs í dag. Um er að ræða fjármuni sem koma til með að renna til verkefna í þágu ungs fólks, til virkniverkefna fyrir fólk á fjárhagsaðstoð, til fólks með takmarkaða starfsgetu, til nýsköpunarsjóðsverkefna og til að kosta laun sérstaks verkefnisstjóra árið 2011.

Samkvæmt tillögunni verður skipaður sérstakur starfshópur pólitískra fulltrúa sem mun gera tillögur til borgarráðs um nýtingu þessara fjármuna, en að verkefnisstjóri og mannauðsstjóri muni sjái um útfærslu og nánari framkvæmd.

Tillaga Jóns gerir ráð fyrir að verkefnisstjórinn verði tengiliður borgarinnar við Vinnumálastofnun og Atvinnuleysistryggingasjóð. „Jafnframt muni hann aðstoða og taka við umsóknum frá fagsviðum um störf við átaksverkefni og taka ákvörðun með mannauðsstjóra um afgreiðslu erinda í samræmi við þau viðmið sem borgarráð setur. Verkefnisstjóri hafi milligöngu um auglýsingar og aðstoði stjórnendur við ráðningar fólks af atvinnuleysisskrá til átaksverkefna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×