Sport

Bolt ætlar að vinna fjögur gull á leikunum í London

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Usain Bolt.
Usain Bolt. Mynd/Nordic Photos/Getty
Spretthlauparinn Usain Bolt ætlar að gera betur á Ólympíuleikunum í London á næsta ári en hann gerði Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 þar sem hann sló í gegn.

Bolt vann þrjú gull á leikunum í Peking, 100 og 200 metra hlaup og svo 4 x 100 metra boðhlaup. Hann ætlar einnig að taka þátt í 4 x 400 metra boðhlaupinu á leiknum í London.

Jamakía hefur ekki unnið gull í 4 x 400 metra hlaupi í 60 ár. „Ef ég get hjálpað sveitinni að vinna gull þá er ég klár í slaginn og tilbúinn að hjálpa til," sagði Usain Bolt sem hefur ekki áður hlaupið 4 x 400 metra boðhlaup á alvöru móti.

Með því að vinna fjögur gull þá yrði Usain Bolt fyrsti frjálsíþróttamaðurinn til að vinna fjögur gull á einum leikum síðan að Bandaríkjamaðurinn Carl Lewis náði því á leikunum í Los Angeles árið 1988.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×