Innlent

Ögmundur óskar eftir ríkissaksóknara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson er innanríkisráðherra. Mynd/ Vilhelm.
Ögmundur Jónasson er innanríkisráðherra. Mynd/ Vilhelm.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur auglýst laust til umsóknar embætti ríkissaksóknara. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. apríl næstkomandi, en þá lætur Valtýr Sigurðsson af störfum.

Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu kemur fram að ríkissaksóknari nýtur sömu lögkjara og hæstaréttardómarar. Valnefnd mun meta hæfni umsækjenda um embættið.

Valtýr Sigurðsson tilkynnti í fyrradag að hann myndi láta af störfum sem ríkissaksóknari eftir 40 ára starf í þágu hins opinbera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×