Innlent

Vel hægt að verja skólastarfið með endurskipulagningu

Oddný Sturludóttir.
Oddný Sturludóttir. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
„Ég er sannfærð um að margar þeirra hugmynda sem nú eru til skoðunar eru til mikilla bóta, jafnt faglega sem fjárhagslega," segir Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menntaráðs. „Það er hægt að verja gott skólastarf með endurskipulagninu," segir Oddný í pistli á Eyjunni. Þar bendir hún að að skatttekjur borgarinnar hafi dregist saman að núvirði um 20% eftir bankahrunið. Fyrir vikið hafi núverandi meirihluti staðið frammi fyrir vanda upp á um 4,5 milljarða króna.

Oddný segir fyrirhugaðar breytingar á starfsemi leik- og grunnskóla vera í fullu samræmi við lög frá 2008 um leik- og grunnskóla. Breytingarnar hafa verið harðlega gagnrýndar undanfarna daga. „Við viljum hlusta á öll sjónarmið og við viljum taka réttar og skynsamlegar ákvarðanir. Þess vegna liggja nú fyrir á sjötta tug hugmynda sem verið er að fara í saumana á til að kanna hagkvæmni og faglegan ávinning eða áhættu," segir Oddný.

Oddný fullyrðir að frá upphafi hafi ætlunin verið að standa vörð um faglegt starf, stækka og styrkja einingar svo betur megi nýta sameiginlega sjóði borgarbúa í skólastarfið sjálft. „Það mun skila sér til komandi ára, sem verða þung í róðri fyrir sveitarfélög í landinu," segir Oddný í pistlinum sem hægt er að lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×