Innlent

Nýsköpunarsjóður efldur

katrín jakobsdóttir
Fjárveitingar til Nýsköpunarsjóðs auknar
	fréttablaðið/anton
katrín jakobsdóttir Fjárveitingar til Nýsköpunarsjóðs auknar fréttablaðið/anton

Ríkisstjórnin samþykkti tillögu mennta- og menningarmála­ráðherra um tíu milljóna króna aukafjárveitingu til Nýsköpunarsjóðs námsmanna.

Reykjavíkurborg leggur sjóðnum til 30 milljónir á þessu ári og hefur sjóðurinn því 80 milljónir til úthlutunar árið 2011. Nú verður stofnunum ríkisins kleift að greiða mótframlög vegna verkefna sem hljóta styrk frá sjóðnum.

Nýsköpunarsjóður námsmanna gerir háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum tækifæri á að ráða nema til vinnu við metnaðarfull rannsóknarverkefni.- mel




Fleiri fréttir

Sjá meira


×