Innlent

Sjálfboðaliðar buðu sig fram

Um 200 íbúar sóttu borgarafund á Kirkjubæjar­klaustri í gær vegna mengunar frá sorpbrennslunni á staðnum.

Sóttvarnalæknir og fulltrúar Umhverfis- og matvælastofnunar stóðu fyrir fundinum.

Hörðustu gagnrýnendur sorpbrennslunnar vildu meina að fundurinn hefði verið hvítþvottur embættismannanna. Aðrir viðmælendur Fréttablaðsins í gærkvöldi sögðu fundinn hafa verið gagnlegan og mjög til bóta að fá svör um hugsanleg áhrif mengunar frá brennslunni frá fyrstu hendi. Áhyggjur komu fram um ímynd Klausturs sem ferðamanna­staðar.

Á fundinum var vel tekið í heilsufarsrannsókn sóttvarnalæknis og sjálfboðaliðar buðu sig fram. Þess má geta að 363 voru á kjörskrá fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar í Skaftár­hreppi. - shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×