Erlent

Átján létust í átökum í Mexíkó

MYND/AP

Að minnsta kosti átján létust í gærkvöldi og í nótt í borginni Padilla í Mexíkó þegar tvö eiturlyfjagengi háðu blóðuga bardaga víðsvegar um borgina. Ellefu létust í úthverfum borgarinnar, þar á meðal fimm íbúar, fimm farþegar í bílum sem áttu leið hjá og farþegi í almenningsvagni.

Bardagarnir bárust síðan inn í borgina og fundust sjö lík á aðaltorgi bæjarins. Bærinn er í ríkinu Tamaulipas en þar hafa eiturlyfjagengin háð blóðugt stríð um hver eigi að ráða yfir smyglleiðunum inn í Bandaríkin. Á síðustu fjórum árum hafa 34 þúsund manns látist í átökum gengjanna í Mexíkó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×