Erlent

Seinna útboði vegna Drekasvæðisins lokið

Seinna útboði vegna sérleyfa á Drekasvæðinu lauk í dag. Alls sóttu þrjú félög um sérleyfi vegna rannsókna og vinnslu kolvetnis á svæðinu.

Fyrirtækin sem skiluðu inn umsóknum voru Eykon, Faroe Petroleum og Íslenskt Kolvetni ehf. ásamt Valiant Petroleum og Kolvetni ehf.

Á vef Orkustofnunar kemur fram að afgreiðsla umsókna verði lokið fyrir nóvember á þessu ár. Við veitingu leyfa verður þess gætt að nýting auðlindanna sé hagkvæm frá þjóðhagslegu sjónvarmiði og að tekið sé tillit til umhverfissjónarmiða.

Einnig verður tekið mið af rannsóknaráætlunum, tæknilegri getu og reynslu ásamt fjárhagslegum styrk umsækjenda í fyrirfram ákveðnum hlutföllum.


Tengdar fréttir

OLÍS og Verkís sækja um Drekasvæðið með erlendu félagi

Olíuverslun Íslands og Verkfræðistofan Verkís eru meðal eigenda nýstofnaðs íslensk olíuleitarfélags sem í samstarfi við erlent olíuleitarfélag sendi inn umsókn í Drekasvæðið í morgun. Þar með er ljóst að minnst tvær umsóknir berast áður en frestur rennur út klukkan fjögur í dag.

Eykon sækir um Drekann

Þriðja umsóknin er komin í Drekasvæðið, frá Eykon Energy, norsku félagi í eigu Íslendinga og Norðmanna. Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir, sem er stjórnarformaður Eykon Energy, staðfestir í samtali við fréttastofuna að félagið hafi lagt inn tilboð um tvöleytið í dag.

Félagið Kolvetni stofnað um olíuvinnslu á Drekanum

Aðaleigandi BYKO, Verkfræðistofan Mannvit og helsti sérfræðingur Norðmanna um Jan Mayen-hrygginn eru meðal stofnenda íslensks olíuleitarfélags sem ætlar að sækja um Drekasvæðið í samstarfi við fjársterkt erlent olíufélag. Markmiðið er að byggja upp íslenskan olíuiðnað. Kolvetni var skráð sem einkahlutafélag í dag um olíuleit og vinnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×