Sport

Hrafnhildur í úrslit í 50 metra bringusundi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hrafnildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar tryggði sér í dag sæti í úrslitum í 50 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug í Ungverjalandi.

Hrafnhildur synti á tímanum 31.95 sekúndur og hafnaði 7. sæti í undanúrslitunum. Tími hennar var örlítið lakari en í morgun þegar hún setti Íslandsmet í greininni á tímanum 31.85 sekúndur.

Erla Dögg Haraldsdóttir, sem átti Íslandsmetið í greininni þar til í morgun, hafnaði í 14. sæti í undanúrslitunum. Erla Dögg synti á 32.27 sekúndur.

Úrslitasundið fer fram á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×