NFL samdi við dómarana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. september 2012 10:45 Nordic Photos / Getty Images Útlit er fyrir að tími hinna umdeildu varadómara í NFL-deildinni vestanhafs sé liðinn, þar sem samtök NFL-dómara tilkynntu í nótt að samkomulag væri í höfn við deildina í kjaradeilu þess. Fjórða umferð tímabilsins hefst í kvöld með viðureign Cleveland og Baltimore Ravens og hefur NFL-deildin nú staðfest að „alvöru" NFL-dómarar munu starfa við leikinn. Leikmenn og þjáfarar hafa lýst ánægju sinni með þetta enda hefur frammistaða varadómaranna verið afar umdeild. Vitleysan náði hámarki þegar að þeir dæmdu snertimark ranglega gilt sem tryggði Seattle sigur á Green Bay aðfaranótt þriðjudags. „Amma mín heima í stofu hefði sennilega dæmt þetta rétt," sagði Boris Cheek, einn þeirra NFL-dómara sem hafa verið verkfalli, í samtali við bandaríska fjölmiðla í gær. Það er líklega engin tilviljun að samkomulag sé í höfn nú enda varð íþróttin að athlægi í áðurnefndum leik. Barack Obama Bandaríkjaforseti lét sig meira að segja málið varða og sagði að það væri löngu tímabært að fá gömlu, góðu dómarana aftur. Samkomulagið sem nú er í höfn muna vera til næstu átta ára og er það lengsti samningur dómara við NFL-deildina frá upphafi. Samkomulagið þarf nú að öðlast samþykki meirihluta félagsaðila. NFL Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Sjá meira
Útlit er fyrir að tími hinna umdeildu varadómara í NFL-deildinni vestanhafs sé liðinn, þar sem samtök NFL-dómara tilkynntu í nótt að samkomulag væri í höfn við deildina í kjaradeilu þess. Fjórða umferð tímabilsins hefst í kvöld með viðureign Cleveland og Baltimore Ravens og hefur NFL-deildin nú staðfest að „alvöru" NFL-dómarar munu starfa við leikinn. Leikmenn og þjáfarar hafa lýst ánægju sinni með þetta enda hefur frammistaða varadómaranna verið afar umdeild. Vitleysan náði hámarki þegar að þeir dæmdu snertimark ranglega gilt sem tryggði Seattle sigur á Green Bay aðfaranótt þriðjudags. „Amma mín heima í stofu hefði sennilega dæmt þetta rétt," sagði Boris Cheek, einn þeirra NFL-dómara sem hafa verið verkfalli, í samtali við bandaríska fjölmiðla í gær. Það er líklega engin tilviljun að samkomulag sé í höfn nú enda varð íþróttin að athlægi í áðurnefndum leik. Barack Obama Bandaríkjaforseti lét sig meira að segja málið varða og sagði að það væri löngu tímabært að fá gömlu, góðu dómarana aftur. Samkomulagið sem nú er í höfn muna vera til næstu átta ára og er það lengsti samningur dómara við NFL-deildina frá upphafi. Samkomulagið þarf nú að öðlast samþykki meirihluta félagsaðila.
NFL Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Sjá meira