Íslenskar bækur leita í bíóhúsin 8. desember 2012 00:01 vinsælust Mýrin með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki er aðsóknarmesta íslenska kvikmyndin sem hefur verið gerð eftir bók. Yfir 84 þúsund manns fóru á hana í bíó. Fjölmargir kvikmyndaréttir að bókum hafa gengið kaupum og sölum undanfarinn áratug og fer þessum viðskiptum fjölgandi með hverju árinu. Oftast eru það íslensk fyrirtæki á borð við Zik Zak, Blueeyes Productions og Kvikmyndafélag Íslands sem hafa tryggt sér kvikmyndaréttinn en þó kemur fyrir að erlendir aðilar sjái sér leik á borði og veðji á íslenskan hest. Sjaldgæfara er að einstaklingar tryggi sér kvikmyndarétt en athygli vakti á dögunum þegar leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson tryggði sér réttinn að glæpasögunni Snjóblindu eftir Ragnar Jónasson. Einnig hefur Hollywood-framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson keypt réttinn að tveimur bókum Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig og nú síðast Kulda. Samkvæmt lauslegri könnun Fréttablaðsins hefur kvikmyndaréttur verið keyptur að tæplega fimmtíu bókum á undanförnum árum án þess að myndirnar sjálfar hafa litið dagsins ljós. Annað hvort hefur rétturinn runnið út eða hann er enn í gildi og undirbúningur myndarinnar hefur tafist eða er í fullum gangi.Hversu lengi gildir kvikmyndaréttur? Þeir sem selja kvikmyndarétt að bókum sínum leigja hann yfirleitt í þrjú ár til að byrja með. Eftir það er hægt að framlengja hann um tvö ár í viðbót ef framleiðsla á myndinni dregst á langinn. Ef ekkert verður af framleiðslunni rennur kvikmyndarétturinn aftur til höfundarins. Þá getur hann samið við annan framleiðanda ef hann vill. Slíkt gerðist til dæmis með Skipið eftir Stefán Mána. Zik Zak keypti réttinn en nýtti sér hann ekki á samningstímanum. Féll hann þá aftur í hendur Stefáns. Einnig gerðist þetta með bækurnar Fólkið í kjallaranum og Sjálfstætt fólk. Kvikmyndarétturinn á þeim bókum hefur verið seldur tvisvar sinnum og núna er fyrirtækið Blueeyes eigandi réttarins.Hvernig er greiðslum háttað? Samningarnir eru misjafnir eftir því hversu dýra mynd á að gera eftir bókinni. Oft er það þannig að greidd er ein upphæð á ári, til dæmis eitt hundrað þúsund krónur. Yfirleitt er miðað við að leigan sem er greidd á ári nemi 10% af þeirri heildarupphæð sem höfundarnir fá greitt fyrir myndina, sem í þessu tilfelli væri ein milljón. Fyrsta leiguupphæðin er greidd við undirritun samningsins. Þegar búið að borga allan leigupeninginn, til dæmis 300 þúsund eftir þriggja ára ferli, er sú upphæð dregin frá lokagreiðslunni. Sú greiðsla er greidd á fyrsta tökudegi myndarinnar. Ef myndin verður endurgerð í Hollywood fær höfundurinn yfirleitt ákveðna prósentu af heildargreiðslu sinni að launum, til dæmis 30%.Hvaða bækur eru vinsælastar? Oftast verður glæpasaga fyrir valinu þegar kvikmyndaréttur er keyptur. Til að mynda hefur rétturinn á öllum bókum Yrsu Sigurðardóttur verið keyptur og á þremur eftir Arnald Indriðason. Einnig hafa glæpasögur Stefáns Mána og Óttars M. Norðfjörð verið vinsælar meðal kvikmyndaframleiðenda. Hvaða þýðingu hefur kvikmyndaréttur? Auk þess að fá pening fyrir að leigja kvikmyndaréttinn fá höfundar góða auglýsingu fyrir bók sína. Salan á bókinni getur aukist til muna, þrátt fyrir að myndin verði hugsanlega aldrei að veruleika. Verði myndin gerð getur það haft töluverðan pening í för með sér og aukið vinsældir höfundarins enn frekar. Möguleiki á framhaldsmyndum er einnig fyrir hendi eða fleiri myndum byggðum á öðrum bókum eftir sama höfund. Verði myndin endurgerð erlendis hefur það einnig í för með sér aukapening fyrir höfundinn og enn betri auglýsingu á bókinni.Næsta íslenska mynd eftir bók? Kvikmyndin Falskur fugl er væntanleg snemma á næsta ári. Hún er byggð á samnefndri sögu Mikaels Torfasonar sem kom út 1997. Myndin hefur verið í tólf ár í bígerð og er núna loksins orðin að veruleika. Þór Ómar Jónsson leikstýrir og framleiðandi er íslenska fyrirtækið Square One Films.26 kvikmyndaðar síðan 1962 Alls hafa 26 íslenskar kvikmyndir verið gerðar eftir íslenskum skáldsögum frá árinu 1962. Mikil fjölgun frá árinu 2000 Frá árinu 2000 hafa komið út 15 kvikmyndir byggðar á íslenskum skáldsögum miðað við 12 áratugina tvo á undan. Átján bækur eftir karla Af þeim 26 kvikmyndum sem gerðar hafa verið eftir íslenskum skáldsögum byggja 18 á bókum eftir karla en 7 á bókum eftir konur. Ein bók er skrifuð af konu og karli.Laxness atkvæðamestur Flestar kvikmyndir hafa verið gerðar hér á landi eftir bókum Halldórs Laxness: Atómstöðin, Kristnihald undir Jökli og Ungfrúin góða og húsið. Tvær myndir hafa verið gerðar eftir bókum Indriða G. Þorsteinssonar og Hallgríms Helgasonar. Þess má geta að erlendir framleiðendur hafa einnig komið að gerð þriggja sjónvarpsmynda eftir bókum Halldórs Laxness. Sænsk-íslenska myndin Salka Valka kom út 1954, þýskir aðilar bjuggu til sjónvarpsmyndina Brekkukotsannál sem var frumsýnd 1973 og Paradísarheimt var sænsk-íslensk sjónvarpsmynd í þremur hlutum frá árinu 1980.Þorsteinn leikstýrt flestum Þorsteinn Jónsson hefur leikstýrt flestum myndum byggðum á íslenskum skáldsögum: Punktur, punktur komma strik; Atómstöðin og Skýjahöllin. Ágúst Guðmundsson, Guðný Halldórsdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Baltasar Kormákur og Helgi Sverrisson hafa öll leikstýrt tveimur. Sé Útlaginn, sem byggir á Gísla sögu Súrssonar, talin með hefur Ágúst leikstýrt þremur myndum í þessum flokki. Baltasar Kormákur hefur leikstýrt tveimur myndum byggðum á íslenskum leikverkum: Hafinu eftir Ólaf Hauk Símonarson og Djúpinu eftir Jón Atla Jónasson. Einnig hefur Friðrik Þór leikstýrt þáttaröðinni Tími nornarinnar sem byggði á bók Árna Þórarinssonar.Feðgar með kvikmyndir eftir bókum Indriði G. Þorsteinsson og Arnaldur Indriðason eru eina dæmið um feðga sem báðir hafa skrifað bækur sem hafa verið færðar upp á hvíta tjaldið. Baltasar Kormákur hefur fest kaup á kvikmyndaréttinum á bókinni Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur, barnabarn Halldórs Laxness. Þau yrðu þá fyrstu langfeðginin hvers bækur hefðu verið kvikmyndaðar hér á landi.Sjónvarpsþættir eftir bókum Auk kvikmynda hafa verið gerðir sjónvarpsþættir sem byggja á íslenskum skáldsögum. Nýlegustu dæmin eru Mannaveiðar, sem byggðir voru á Aftureldingu eftir Viktor Arnar Ingólfsson, Svartir Englar, sem byggðu á bókum Ævars Arnar Jósepssonar, Tími nornarinnar eftir bók Árna Þórarinssonar, og Makalaus sem byggði á samnefndri skáldsögu Tobbu Marinós.Hér eru svo aðsóknarmestu myndirnar 1. Mýrin 84.428 90.944.070 kr. 2. Englar alheimsins 82.264 67.788.000 kr. 3. Djöflaeyjan 74.754 54.439.400 kr. 4. Svartur á leik 62.783 83.370.322 kr. 5. Jóhannes 36.223 40.476.210 kr. Samkvæmt upplýsingum frá Smáís. Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Fjölmargir kvikmyndaréttir að bókum hafa gengið kaupum og sölum undanfarinn áratug og fer þessum viðskiptum fjölgandi með hverju árinu. Oftast eru það íslensk fyrirtæki á borð við Zik Zak, Blueeyes Productions og Kvikmyndafélag Íslands sem hafa tryggt sér kvikmyndaréttinn en þó kemur fyrir að erlendir aðilar sjái sér leik á borði og veðji á íslenskan hest. Sjaldgæfara er að einstaklingar tryggi sér kvikmyndarétt en athygli vakti á dögunum þegar leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson tryggði sér réttinn að glæpasögunni Snjóblindu eftir Ragnar Jónasson. Einnig hefur Hollywood-framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson keypt réttinn að tveimur bókum Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig og nú síðast Kulda. Samkvæmt lauslegri könnun Fréttablaðsins hefur kvikmyndaréttur verið keyptur að tæplega fimmtíu bókum á undanförnum árum án þess að myndirnar sjálfar hafa litið dagsins ljós. Annað hvort hefur rétturinn runnið út eða hann er enn í gildi og undirbúningur myndarinnar hefur tafist eða er í fullum gangi.Hversu lengi gildir kvikmyndaréttur? Þeir sem selja kvikmyndarétt að bókum sínum leigja hann yfirleitt í þrjú ár til að byrja með. Eftir það er hægt að framlengja hann um tvö ár í viðbót ef framleiðsla á myndinni dregst á langinn. Ef ekkert verður af framleiðslunni rennur kvikmyndarétturinn aftur til höfundarins. Þá getur hann samið við annan framleiðanda ef hann vill. Slíkt gerðist til dæmis með Skipið eftir Stefán Mána. Zik Zak keypti réttinn en nýtti sér hann ekki á samningstímanum. Féll hann þá aftur í hendur Stefáns. Einnig gerðist þetta með bækurnar Fólkið í kjallaranum og Sjálfstætt fólk. Kvikmyndarétturinn á þeim bókum hefur verið seldur tvisvar sinnum og núna er fyrirtækið Blueeyes eigandi réttarins.Hvernig er greiðslum háttað? Samningarnir eru misjafnir eftir því hversu dýra mynd á að gera eftir bókinni. Oft er það þannig að greidd er ein upphæð á ári, til dæmis eitt hundrað þúsund krónur. Yfirleitt er miðað við að leigan sem er greidd á ári nemi 10% af þeirri heildarupphæð sem höfundarnir fá greitt fyrir myndina, sem í þessu tilfelli væri ein milljón. Fyrsta leiguupphæðin er greidd við undirritun samningsins. Þegar búið að borga allan leigupeninginn, til dæmis 300 þúsund eftir þriggja ára ferli, er sú upphæð dregin frá lokagreiðslunni. Sú greiðsla er greidd á fyrsta tökudegi myndarinnar. Ef myndin verður endurgerð í Hollywood fær höfundurinn yfirleitt ákveðna prósentu af heildargreiðslu sinni að launum, til dæmis 30%.Hvaða bækur eru vinsælastar? Oftast verður glæpasaga fyrir valinu þegar kvikmyndaréttur er keyptur. Til að mynda hefur rétturinn á öllum bókum Yrsu Sigurðardóttur verið keyptur og á þremur eftir Arnald Indriðason. Einnig hafa glæpasögur Stefáns Mána og Óttars M. Norðfjörð verið vinsælar meðal kvikmyndaframleiðenda. Hvaða þýðingu hefur kvikmyndaréttur? Auk þess að fá pening fyrir að leigja kvikmyndaréttinn fá höfundar góða auglýsingu fyrir bók sína. Salan á bókinni getur aukist til muna, þrátt fyrir að myndin verði hugsanlega aldrei að veruleika. Verði myndin gerð getur það haft töluverðan pening í för með sér og aukið vinsældir höfundarins enn frekar. Möguleiki á framhaldsmyndum er einnig fyrir hendi eða fleiri myndum byggðum á öðrum bókum eftir sama höfund. Verði myndin endurgerð erlendis hefur það einnig í för með sér aukapening fyrir höfundinn og enn betri auglýsingu á bókinni.Næsta íslenska mynd eftir bók? Kvikmyndin Falskur fugl er væntanleg snemma á næsta ári. Hún er byggð á samnefndri sögu Mikaels Torfasonar sem kom út 1997. Myndin hefur verið í tólf ár í bígerð og er núna loksins orðin að veruleika. Þór Ómar Jónsson leikstýrir og framleiðandi er íslenska fyrirtækið Square One Films.26 kvikmyndaðar síðan 1962 Alls hafa 26 íslenskar kvikmyndir verið gerðar eftir íslenskum skáldsögum frá árinu 1962. Mikil fjölgun frá árinu 2000 Frá árinu 2000 hafa komið út 15 kvikmyndir byggðar á íslenskum skáldsögum miðað við 12 áratugina tvo á undan. Átján bækur eftir karla Af þeim 26 kvikmyndum sem gerðar hafa verið eftir íslenskum skáldsögum byggja 18 á bókum eftir karla en 7 á bókum eftir konur. Ein bók er skrifuð af konu og karli.Laxness atkvæðamestur Flestar kvikmyndir hafa verið gerðar hér á landi eftir bókum Halldórs Laxness: Atómstöðin, Kristnihald undir Jökli og Ungfrúin góða og húsið. Tvær myndir hafa verið gerðar eftir bókum Indriða G. Þorsteinssonar og Hallgríms Helgasonar. Þess má geta að erlendir framleiðendur hafa einnig komið að gerð þriggja sjónvarpsmynda eftir bókum Halldórs Laxness. Sænsk-íslenska myndin Salka Valka kom út 1954, þýskir aðilar bjuggu til sjónvarpsmyndina Brekkukotsannál sem var frumsýnd 1973 og Paradísarheimt var sænsk-íslensk sjónvarpsmynd í þremur hlutum frá árinu 1980.Þorsteinn leikstýrt flestum Þorsteinn Jónsson hefur leikstýrt flestum myndum byggðum á íslenskum skáldsögum: Punktur, punktur komma strik; Atómstöðin og Skýjahöllin. Ágúst Guðmundsson, Guðný Halldórsdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Baltasar Kormákur og Helgi Sverrisson hafa öll leikstýrt tveimur. Sé Útlaginn, sem byggir á Gísla sögu Súrssonar, talin með hefur Ágúst leikstýrt þremur myndum í þessum flokki. Baltasar Kormákur hefur leikstýrt tveimur myndum byggðum á íslenskum leikverkum: Hafinu eftir Ólaf Hauk Símonarson og Djúpinu eftir Jón Atla Jónasson. Einnig hefur Friðrik Þór leikstýrt þáttaröðinni Tími nornarinnar sem byggði á bók Árna Þórarinssonar.Feðgar með kvikmyndir eftir bókum Indriði G. Þorsteinsson og Arnaldur Indriðason eru eina dæmið um feðga sem báðir hafa skrifað bækur sem hafa verið færðar upp á hvíta tjaldið. Baltasar Kormákur hefur fest kaup á kvikmyndaréttinum á bókinni Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur, barnabarn Halldórs Laxness. Þau yrðu þá fyrstu langfeðginin hvers bækur hefðu verið kvikmyndaðar hér á landi.Sjónvarpsþættir eftir bókum Auk kvikmynda hafa verið gerðir sjónvarpsþættir sem byggja á íslenskum skáldsögum. Nýlegustu dæmin eru Mannaveiðar, sem byggðir voru á Aftureldingu eftir Viktor Arnar Ingólfsson, Svartir Englar, sem byggðu á bókum Ævars Arnar Jósepssonar, Tími nornarinnar eftir bók Árna Þórarinssonar, og Makalaus sem byggði á samnefndri skáldsögu Tobbu Marinós.Hér eru svo aðsóknarmestu myndirnar 1. Mýrin 84.428 90.944.070 kr. 2. Englar alheimsins 82.264 67.788.000 kr. 3. Djöflaeyjan 74.754 54.439.400 kr. 4. Svartur á leik 62.783 83.370.322 kr. 5. Jóhannes 36.223 40.476.210 kr. Samkvæmt upplýsingum frá Smáís.
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira