Menning

Samningur í Bandaríkjunum

FB skrifar
(Photo by Universal History Archive/UIG/Getty Images) Flatiron byggingin
(Photo by Universal History Archive/UIG/Getty Images) Flatiron byggingin
Bandaríski útgáfurisinn St. Martin‘s Press hefur tryggt sér Auðnina og Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur. Í vor kom Aska út undir merkjum forlagsins en áður höfðu Þriðja táknið og Sér grefur gröf verið gefnar út í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru einn erfiðasti markaður í heimi fyrir þýðingar en þýddar bækur eru innan við tvö prósent útgefinna titla. Útgáfan St. Martins"s Press er með aðsetur í hinni sögufrægu Flatiron-byggingu á miðri Manhattan í New York, sem hefur komið við sögu í mörgum kvikmyndum, þar á meðal Spider-Man.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×