Myndi heldur ekki velja Neville í liðið mitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2013 13:37 Luis Suarez er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 22 mörk. Nordicphotos/AFP Luis Suarez hjá Liverpool kemur til greina sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar að mati leikmanna. Suarez er einn sex leikmanna sem tilnefndir eru fyrir athöfnina sem fram fer í kvöld. Suarez segist í viðtali við The Sunday Times ekki telja sig eiga mikla möguleika á að verða valinn þrátt fyrir að hafa skorað 29 mörk á leiktíðinni. „Ég held að ég eigi meiri möguleika í kjöri íþróttafréttamanna en meðal leikmanna," segir Suarez. Úrúgvæinn er einn sex sem eru tilnefndir á meðal leikmanna. Hinir eru Robin van Persie, Juan Mata, Eden Hazard, Michael Carrick og Gareth Bale sem flestir reikna með að vinni verðlaunin. „Fréttamenn eru auðvitað gagnrýnir en þeir hrósa þér líka. Miðað við það sem ég hef heyrt, því ég les ekki blöðin sjálfur, þá hef ég fengið töluvert lof," segir Suarez. Kjör íþróttafréttamanna verið kunngjört þann 9. maí en atvkæðagreiðslu lýkur viku fyrr. „Allir hafa sína skoðun á leikmönnum. Allir fara sínar eigin leiðir á vellinum. Ég skil það vel að varnarmenn muni ekki kjósa mig vegna leikstíls míns þar sem ég er alltaf að pirra þá. Hvernig ég hegða mér er hluti af leiknum og fær varnarmenn stundum til þess að gleyma sér," segir Suarez.Suarez í baráttunni við Phil Neville og félaga í Everton.Nordicphotos/AFPSkiptar skoðanir eru um Luis Suarez og vakti athygli að Phil Neville valdi ekki Suarez í lið ársins á dögunum. Suarez brosir að þeirri athugasemd blaðamannsins. „Ég myndi heldur ekki velja Neville í liðið mitt," segir Suarez. Hann hefur skorað 29 mörk á leiktíðinni, 15 á heimavelli og 14 á útivelli. „Það sýnir að þótt áhorfendur bauli og blístri á mig á útivöllum þá hefur það ekkert að segja," segir Suarez sem hefur fulla trú á knattspyrnustjóranum Brendan Rodgers. „Viðhorf hans til knattspyrnu er leikmönnum að skapi. Ég græði á því að boltanum sé haldið innan liðsins og hvatt sé til að hreyfa sig án bolta. Hann er frábær einstaklingur innan sem utan vallar og brátt kemur í ljós hversu frábær knattspyrnustjóri hann er." Liverpool tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 15. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Enski boltinn Tengdar fréttir Suarez enn á milli tannanna á fólki Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. 21. apríl 2013 00:01 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Luis Suarez hjá Liverpool kemur til greina sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar að mati leikmanna. Suarez er einn sex leikmanna sem tilnefndir eru fyrir athöfnina sem fram fer í kvöld. Suarez segist í viðtali við The Sunday Times ekki telja sig eiga mikla möguleika á að verða valinn þrátt fyrir að hafa skorað 29 mörk á leiktíðinni. „Ég held að ég eigi meiri möguleika í kjöri íþróttafréttamanna en meðal leikmanna," segir Suarez. Úrúgvæinn er einn sex sem eru tilnefndir á meðal leikmanna. Hinir eru Robin van Persie, Juan Mata, Eden Hazard, Michael Carrick og Gareth Bale sem flestir reikna með að vinni verðlaunin. „Fréttamenn eru auðvitað gagnrýnir en þeir hrósa þér líka. Miðað við það sem ég hef heyrt, því ég les ekki blöðin sjálfur, þá hef ég fengið töluvert lof," segir Suarez. Kjör íþróttafréttamanna verið kunngjört þann 9. maí en atvkæðagreiðslu lýkur viku fyrr. „Allir hafa sína skoðun á leikmönnum. Allir fara sínar eigin leiðir á vellinum. Ég skil það vel að varnarmenn muni ekki kjósa mig vegna leikstíls míns þar sem ég er alltaf að pirra þá. Hvernig ég hegða mér er hluti af leiknum og fær varnarmenn stundum til þess að gleyma sér," segir Suarez.Suarez í baráttunni við Phil Neville og félaga í Everton.Nordicphotos/AFPSkiptar skoðanir eru um Luis Suarez og vakti athygli að Phil Neville valdi ekki Suarez í lið ársins á dögunum. Suarez brosir að þeirri athugasemd blaðamannsins. „Ég myndi heldur ekki velja Neville í liðið mitt," segir Suarez. Hann hefur skorað 29 mörk á leiktíðinni, 15 á heimavelli og 14 á útivelli. „Það sýnir að þótt áhorfendur bauli og blístri á mig á útivöllum þá hefur það ekkert að segja," segir Suarez sem hefur fulla trú á knattspyrnustjóranum Brendan Rodgers. „Viðhorf hans til knattspyrnu er leikmönnum að skapi. Ég græði á því að boltanum sé haldið innan liðsins og hvatt sé til að hreyfa sig án bolta. Hann er frábær einstaklingur innan sem utan vallar og brátt kemur í ljós hversu frábær knattspyrnustjóri hann er." Liverpool tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 15. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Enski boltinn Tengdar fréttir Suarez enn á milli tannanna á fólki Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. 21. apríl 2013 00:01 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Suarez enn á milli tannanna á fólki Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. 21. apríl 2013 00:01