Myndi heldur ekki velja Neville í liðið mitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2013 13:37 Luis Suarez er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 22 mörk. Nordicphotos/AFP Luis Suarez hjá Liverpool kemur til greina sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar að mati leikmanna. Suarez er einn sex leikmanna sem tilnefndir eru fyrir athöfnina sem fram fer í kvöld. Suarez segist í viðtali við The Sunday Times ekki telja sig eiga mikla möguleika á að verða valinn þrátt fyrir að hafa skorað 29 mörk á leiktíðinni. „Ég held að ég eigi meiri möguleika í kjöri íþróttafréttamanna en meðal leikmanna," segir Suarez. Úrúgvæinn er einn sex sem eru tilnefndir á meðal leikmanna. Hinir eru Robin van Persie, Juan Mata, Eden Hazard, Michael Carrick og Gareth Bale sem flestir reikna með að vinni verðlaunin. „Fréttamenn eru auðvitað gagnrýnir en þeir hrósa þér líka. Miðað við það sem ég hef heyrt, því ég les ekki blöðin sjálfur, þá hef ég fengið töluvert lof," segir Suarez. Kjör íþróttafréttamanna verið kunngjört þann 9. maí en atvkæðagreiðslu lýkur viku fyrr. „Allir hafa sína skoðun á leikmönnum. Allir fara sínar eigin leiðir á vellinum. Ég skil það vel að varnarmenn muni ekki kjósa mig vegna leikstíls míns þar sem ég er alltaf að pirra þá. Hvernig ég hegða mér er hluti af leiknum og fær varnarmenn stundum til þess að gleyma sér," segir Suarez.Suarez í baráttunni við Phil Neville og félaga í Everton.Nordicphotos/AFPSkiptar skoðanir eru um Luis Suarez og vakti athygli að Phil Neville valdi ekki Suarez í lið ársins á dögunum. Suarez brosir að þeirri athugasemd blaðamannsins. „Ég myndi heldur ekki velja Neville í liðið mitt," segir Suarez. Hann hefur skorað 29 mörk á leiktíðinni, 15 á heimavelli og 14 á útivelli. „Það sýnir að þótt áhorfendur bauli og blístri á mig á útivöllum þá hefur það ekkert að segja," segir Suarez sem hefur fulla trú á knattspyrnustjóranum Brendan Rodgers. „Viðhorf hans til knattspyrnu er leikmönnum að skapi. Ég græði á því að boltanum sé haldið innan liðsins og hvatt sé til að hreyfa sig án bolta. Hann er frábær einstaklingur innan sem utan vallar og brátt kemur í ljós hversu frábær knattspyrnustjóri hann er." Liverpool tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 15. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Enski boltinn Tengdar fréttir Suarez enn á milli tannanna á fólki Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. 21. apríl 2013 00:01 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Luis Suarez hjá Liverpool kemur til greina sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar að mati leikmanna. Suarez er einn sex leikmanna sem tilnefndir eru fyrir athöfnina sem fram fer í kvöld. Suarez segist í viðtali við The Sunday Times ekki telja sig eiga mikla möguleika á að verða valinn þrátt fyrir að hafa skorað 29 mörk á leiktíðinni. „Ég held að ég eigi meiri möguleika í kjöri íþróttafréttamanna en meðal leikmanna," segir Suarez. Úrúgvæinn er einn sex sem eru tilnefndir á meðal leikmanna. Hinir eru Robin van Persie, Juan Mata, Eden Hazard, Michael Carrick og Gareth Bale sem flestir reikna með að vinni verðlaunin. „Fréttamenn eru auðvitað gagnrýnir en þeir hrósa þér líka. Miðað við það sem ég hef heyrt, því ég les ekki blöðin sjálfur, þá hef ég fengið töluvert lof," segir Suarez. Kjör íþróttafréttamanna verið kunngjört þann 9. maí en atvkæðagreiðslu lýkur viku fyrr. „Allir hafa sína skoðun á leikmönnum. Allir fara sínar eigin leiðir á vellinum. Ég skil það vel að varnarmenn muni ekki kjósa mig vegna leikstíls míns þar sem ég er alltaf að pirra þá. Hvernig ég hegða mér er hluti af leiknum og fær varnarmenn stundum til þess að gleyma sér," segir Suarez.Suarez í baráttunni við Phil Neville og félaga í Everton.Nordicphotos/AFPSkiptar skoðanir eru um Luis Suarez og vakti athygli að Phil Neville valdi ekki Suarez í lið ársins á dögunum. Suarez brosir að þeirri athugasemd blaðamannsins. „Ég myndi heldur ekki velja Neville í liðið mitt," segir Suarez. Hann hefur skorað 29 mörk á leiktíðinni, 15 á heimavelli og 14 á útivelli. „Það sýnir að þótt áhorfendur bauli og blístri á mig á útivöllum þá hefur það ekkert að segja," segir Suarez sem hefur fulla trú á knattspyrnustjóranum Brendan Rodgers. „Viðhorf hans til knattspyrnu er leikmönnum að skapi. Ég græði á því að boltanum sé haldið innan liðsins og hvatt sé til að hreyfa sig án bolta. Hann er frábær einstaklingur innan sem utan vallar og brátt kemur í ljós hversu frábær knattspyrnustjóri hann er." Liverpool tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 15. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Enski boltinn Tengdar fréttir Suarez enn á milli tannanna á fólki Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. 21. apríl 2013 00:01 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Suarez enn á milli tannanna á fólki Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. 21. apríl 2013 00:01
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti