Menning

Íslenski dansflokkurinn leitar dansara

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Frá uppfærslu íd á Walking Mad
Frá uppfærslu íd á Walking Mad íd
Íslenski dansflokkurinn heldur dansprufu fyrir karl- og kvendansara þann 14. - 15. september. Leitað er að dönsurum sem búa yfir sterkri nútímadanstækni og hafa góðan ballettgrunn.

Þetta er fyrsta dansprufa flokksins í tvö ár en síðast var inntökupróf flokksins haldið í Þýskalandi árið 2011. Viðtökurnar þá voru mjög góðar og mættu vel á annað hundrað manns.

Dansflokkurinn er að leita að einum karldansara og einum kvendansarar fyrir uppfærslur flokksins á næsta ári.

Gunnar Páll Ólafsson, markaðsstjóri íd, segir að undanfarið hafi verið rótering innan flokksins, dansarar m.a. að fara erlendis og vinna sjálfstætt.  

Nánari upplýsingar um dansprufuna eru að finna á heimasíðu Íslenska dansflokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×