Leit hafin að nýju flugvallarstæði fyrir höfuðborgarsvæðið Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2013 19:51 Líf Reykjavíkurflugvallar var framlengt um sex ár með samkomulagi milli ríkis, borgar og Icelandair Group sem undirritað var í dag. Nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á að finna flugvellinum nýjan stað. Framtíð Reykjavíkurflugvallar stefndi í að verða eitt aðalkosningamálið fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Með undirritun samkomulagsins í dag hafa stjórnmálamenn kannski skapað sér frið um málið út næsta kjörtímabil. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Jón Gnarr borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group undirrituðu samkomulagið í Hörpu í dag. Það felur í sér að minnsta flugbraut flugvallarins, norð-austur, suð-vestur flugbrautin verður lögð af á næsta ári og önnur aðalflugbraut vallarins, norður-suður brautin fær að vera í notkun sex árum lengur en skipulag gerir ráð fyrir, eða til ársins 2022. Þá eru samningsaðilar sammála um að innanlandsflugvöllur á höfuðborgarsvæðinu sé fyrsti kostur til framtíðar. Skipuð verður nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem skila á tillögum um framtíðarflugvöll fyrir Reykjavík fyrir árslok 2014.Var ekki með þessi einfaldlega verið að aftengja pólitíska sprengju rétt fyrir kosningar? „Nei, sannarlega ekki. Það er verið að tryggja öryggi í samgöngum á Íslandi. Það er verið að tryggja öryggi í innanlandsflugi. Það hefur ekkert að gera með neinar kosningar eða pólitík til eða frá. Markmið ríkisins er alveg skýrt, það er að tryggja öryggi í þessum samgöngum. Það skiptir miklu máli fyrir okkur að hafa þessar tvær brautir í fullri fúnksjón næstu ári,“ segir innanríkisráðherra.Tekist hefur verið á um framtíð Reykjavíkurflugvallar árum saman án þess að niðurstaða fengist. Hvað bendir þá til þess að betur takist til í þetta skipti?„Nýir tímar, nýtt fólk og nýjar áherslur. Það skiptir máli og það er auðvitað þannig að íslenskt samfélag er að glíma við ákveðin viðfangsefni núna. Risastór verkefni. Og það er bara ekki rétti tíminn til að vera takast á við þetta og átök og ágreiningur um flugvöll eru ekki tímabær núna,“ segir Hanna Birna. „Ég held að hluti af andstöðunni við að færa völlinn sé að það er enginn kostur á borðinu sem fólk hefur trú á. Þess vegna er andstaðan eðlileg. En um leið og allir sem þurfa að koma að svona máli fara í það af heilindum um að finna bestu lausnir er ég sanfærður um að þær finnist,“ segir Dagur B. Eggertsson. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group vonar að heiðarlega verið unnið að framtíðarmálum innanlandsflugvallar. „Og við komumst að niðurstöðu þannig að það verði flugvöllur í Reykjavík sem ég tel afskaplega mikilvægt. Ekki bara fyrir innanlandsflugið heldur fyrir ferðaþjónustuna og vöxt í ferðaþjónustunni heilt yfir,“ segir Björgólfur. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Líf Reykjavíkurflugvallar var framlengt um sex ár með samkomulagi milli ríkis, borgar og Icelandair Group sem undirritað var í dag. Nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á að finna flugvellinum nýjan stað. Framtíð Reykjavíkurflugvallar stefndi í að verða eitt aðalkosningamálið fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Með undirritun samkomulagsins í dag hafa stjórnmálamenn kannski skapað sér frið um málið út næsta kjörtímabil. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Jón Gnarr borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group undirrituðu samkomulagið í Hörpu í dag. Það felur í sér að minnsta flugbraut flugvallarins, norð-austur, suð-vestur flugbrautin verður lögð af á næsta ári og önnur aðalflugbraut vallarins, norður-suður brautin fær að vera í notkun sex árum lengur en skipulag gerir ráð fyrir, eða til ársins 2022. Þá eru samningsaðilar sammála um að innanlandsflugvöllur á höfuðborgarsvæðinu sé fyrsti kostur til framtíðar. Skipuð verður nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem skila á tillögum um framtíðarflugvöll fyrir Reykjavík fyrir árslok 2014.Var ekki með þessi einfaldlega verið að aftengja pólitíska sprengju rétt fyrir kosningar? „Nei, sannarlega ekki. Það er verið að tryggja öryggi í samgöngum á Íslandi. Það er verið að tryggja öryggi í innanlandsflugi. Það hefur ekkert að gera með neinar kosningar eða pólitík til eða frá. Markmið ríkisins er alveg skýrt, það er að tryggja öryggi í þessum samgöngum. Það skiptir miklu máli fyrir okkur að hafa þessar tvær brautir í fullri fúnksjón næstu ári,“ segir innanríkisráðherra.Tekist hefur verið á um framtíð Reykjavíkurflugvallar árum saman án þess að niðurstaða fengist. Hvað bendir þá til þess að betur takist til í þetta skipti?„Nýir tímar, nýtt fólk og nýjar áherslur. Það skiptir máli og það er auðvitað þannig að íslenskt samfélag er að glíma við ákveðin viðfangsefni núna. Risastór verkefni. Og það er bara ekki rétti tíminn til að vera takast á við þetta og átök og ágreiningur um flugvöll eru ekki tímabær núna,“ segir Hanna Birna. „Ég held að hluti af andstöðunni við að færa völlinn sé að það er enginn kostur á borðinu sem fólk hefur trú á. Þess vegna er andstaðan eðlileg. En um leið og allir sem þurfa að koma að svona máli fara í það af heilindum um að finna bestu lausnir er ég sanfærður um að þær finnist,“ segir Dagur B. Eggertsson. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group vonar að heiðarlega verið unnið að framtíðarmálum innanlandsflugvallar. „Og við komumst að niðurstöðu þannig að það verði flugvöllur í Reykjavík sem ég tel afskaplega mikilvægt. Ekki bara fyrir innanlandsflugið heldur fyrir ferðaþjónustuna og vöxt í ferðaþjónustunni heilt yfir,“ segir Björgólfur.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira