Menning

Íslenskar barnabækur tilnefndar til UKLA-verðlaunanna

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Andri Snær Magnason og Birgitta Sif Jónsdóttir.
Andri Snær Magnason og Birgitta Sif Jónsdóttir.
Tvær íslenskar bækur eru tilnefndar til UKLA-barnabókaverðlaunanna.  

Í aldursflokknum 7-11 ára er Sagan af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason og Áslaugu Jónsdóttur tilnefnd, í þýðingu Julian Meldon D’Arcy.

Sagan af Bláa hnettinum hefur komið út í tæplega þrjátíu löndum og hefur bæði verið tilnefnd til fjölda verðlauna sem og hlotið mörg þeirra, svo sem Íslensku bókmenntaverðlaunin.

Ólíver eftir Birgittu Sif Jónsdóttur er tilnefnd í aldursflokknum 3-6 ára. Bókin kom samtímis út í Bretlandi og Íslandi á síðasta ári og hefur verið gefin út í samtals tíu löndum.

Ólíver er einnig tilnefnd til Barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs sem verða veitt í fyrsta sinn núna í október sem og Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×